Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, október 2007

Eftirţankar

Ég og leshringurinn minn, Litla Gula Hćnan, horfđum af athygli á Kiljuna í kvöld og viđ vorum sammála um ađ viđ hefđum skiliđ hvert orđ.Whistling

Ţátturinn var góđur, ađ vísu vorum viđ stelpurnar međ áhyggjur ţarna á tímabili, um ađ Kolla fćri á límingunum en hún small aftur í formiđ.  Negrastrákarnir vekja heitar tilfinningar í báđar áttir. W00t

Verst hvađ mađur verđur bókasjúkur, ađ horfa á svona ţćtti.  Ţetta grípur um sig á hverju ári, ég slefa yfir sjónvarpinu.  Ég myndi gefa bćđi hönd og fót fyrir djobb ţar sem ég fengi allar nýju bćkurnar til skođunar.  Jafnvel ţó ţađ vćri nćturvarsla á bókasafninu.Wizard

Ég er komin međ nokkrar bćkur á óskalistann og hef tilkynnt jólasveininum í mínu hverfi um ţćr og ađ ég muni uppfćra listann reglulega fram ađ jólum.

Breiđavíkurbókin

Bókin hennar Vigdísar Gríms

Hótel Borg, eftir Ítalska höfundinn sem var hjá Agli

hm.. ţetta er nóg í bili.

Farin ađ fá mér tómat.Halo

Úje!


Hverju á mađur ađ trúa?

Nú vandast málin.  Hverju eiga neytendur ađ trúa í Bónus og Krónumálinu?  Ég veit svei mér ekki hvađ skal gera.  Mér finnst ólíđandi ađ grunur um mögulegt verđsamráđ á matvörumarkađnum, og ađ ţessi fyrirtćki beiti blekkingum gagnvart okkur neytendum, viđ gerđ verđkannanna, verđi ekki kannađur niđur í kjölinn.  Ég sá í Kastljósinu ađ Bónusmađurinn vildi ţađ.

Ţađ er talađ um fimm til tíu manns sem tjáđ hafi sig um ţetta, allir fyrrverandi starfsmenn fyrirtćkjanna.

Nógu er matvćlaverđ hátt á ţessu landi, til ađ ekki bćtist svona ofan á ţađ litla traust sem mađur hefur ţó boriđ til lágvöruverslananna.

Ţetta hlýtur ađ verđa rannsakađ.

Ćtla ég rétt ađ vona.


mbl.is Segjast aldrei hafa haft samráđ viđ keppinauta á markađi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Allah úthýst í Reykjavík

 1

Ég er svo hrifin af listum.

Hér er einn til glöggvunar fyrir mig.

Töluverđur hluti fólks sér ekkert athugavert viđ endurútgáfuna á "Ten Little Niggers".

Yfirgnćfandi meirihluti ţáttakenda í skođanakönnun á útvarpi Sögu vill ekki leyfa byggingu mosku í Reykjavík. (Krakkar ţađ er trúfrelsi í landinu.  Hvernig getur einhver veriđ á móti byggingu á mosku?)

Aragrúi fólks telur ađ orđiđ kynvillingur eigi ađ standa áfram í Biblíunni.

Og dass af fólki vill ekki ađ samkynhneigđir hafi sömu réttindi til hjónabands innan íslensku ţjóđkirkjunnar.

Hmm.

Einu sinni las ég í nýaldarbók ađ Íslendingar vćru ţroskađar og gamlar sálir.  Ţađ ţýddi ţá ađ viđ vćrum umburđarlynd og víđsýn.

Bölvađekkisens nýaldarkjaftćđi.

Ójá.


Áfengi er EKKI komiđ í matvöruverslanir

Ţađ er ennţá ólöglegt ađ selja áfengi í matvöruverslunum.  Ef ţađ er rétt ađ á Hellu t.d. gangi mađur fram hjá mjólk og kókosbollum (hvađa óhollusta er ţetta í mjólkurdeildinni) áđur en mađur kemur ađ vínbúđinni, ţá eru ţeir á Hellu einfaldlega ađ brjóta lögin. 

Ţess vegna er ţessi frétt um stađsetningu vínbúđa úti á landi, engin röksemd fyrir ţessu baráttumáli Sigurđar Kára og heilbrigđisráđherra.

Ég kemst ekki yfir ţađ ađ heilbrigđisráđherra skuli vera stuđningsmađur ţessa frumvarps, ţar sem sjúkdómar af völdum fíkna kosta samfélagiđ allt, stórar fjárhćđir, fyrir utan alla mannlegu harmana.

Segi samt enn og aftur, ađ ég tapa ekki svefni yfir ţví hvar áfengi er selt, ţar sem ég kaupi ţađ hvort sem er ekki.  Ţannig ađ ég frábiđ mér athugasemda um ađ ég alkinn vilji banna öllum ađ drekka.  En mér stendur ógn af fíknisjúkdómum, af skiljanlegum ástćđum og ég held ađ ţađ sé ekki til ađ bćta ástandiđ, ađ trođa ţessu í matvörubúđirnar. 

En ég vildi bara benda á lögbrjótana úti á landi og minna á ađ enn er sala á áfengi bönnuđ í matvöruverslunum.

Erekkiannarsalltígóđubara, allir edrú og sonna?

Úje.


mbl.is Áfengiđ er komiđ í matvöruverslanir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Gott mál en slćmt "mál"

Hćstiréttur í Bandraríkjunum kom í veg fyrir aftöku í Missippi, á síđustu stundu í gćrkvöldi.  Verjendur mannsins kröfđust frestunar ţar til rétturinn hefur tekiđ afstöđu til hvort aftaka međ eitri standist stjórnarskrána.

Ţetta gleđur í morgunsáriđ og vonandi fara Bandaríkjamenn ađ haga sér eins og siđađir menn í refsimálum, ţ.e. ef ţeir vilja teljast til ţess hóps.

Ţađ er gott mál.

En ađ öđru.

Hver er ţađ sem skrifar ţessa frétt á Mogganum?  Hvenćr var orđiđ "dauđamađur" og "dauđamenn" til?  Mér finnst ţessi notkun, vćgast sagt, óhugguleg fyrir nú utan ţađ, hvađ hún er óíslensk.

Er ţetta ţýđing á orđinu "dead man" sem Kanarnir nota fyrir dauđadćmda menn, ţegar ţeir eru međhöndlađir eins og dýr og hafa ekki nafn né mannréttindi.  Á mađur ţá von á ađ í nćstu frétt um aftöku standi t.d. "gangandi dauđamađur" (dead man walking) var tekinn af lífi í Texas í gćrkvöldi?

Ţetta er vont mál og..

..vá hvađ Mogginn er ađ fćra sig upp á skaftiđ.

Ójá.  


mbl.is Hćstiréttur aftrađi dauđarefsingu á síđustu stundu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Tíska í jólum, tíska í kjólum

 1

Ţađ eru nákvćmlega 53 dagar til jóla.  Teljarinn minn segir ţađ.  Ţađ er ofbođslega huggulegt ađ vera međ jólateljara á síđunni, ţá getur mađur tekiđ statusinn á hátíđinni allan ársins hring. 

Hvađ um ţađ.  Samkvćmt manninum í jólahúsinu fyrir norđan, er afa og ömmu jólaskraut ţađ sem blívur í ár.  Allt annađ hlýtur ţá ađ vera hallćrislegt, samkvćmt tískulögmálinu.  Gćrdagurinn gamlar fréttir.

Ég hló illkvittnislega, ţegar ég las ţetta um jólaskrautstískuna áriđ 2006.  Ég veit ekki hvort ţiđ muniđ ţađ, en í fyrra voru allir sem vildu tolla í skreytingatískunni međ svart jólaskraut.  Ég hef sjaldan séđ ţađ ljótara.  Ég fór í banka daginn fyrir Ţorláksmessu og hélt ađ ţađ hefđi kviknađ í jólagreininni sem hékk fyrir ofan hausinn á gjaldkeranum.   Ég leit í kringum mig í bankanum og sjá, allt lókaliđ var löđrandi í brunarústajólatrjám. Viđ eftirgrennslan fékk ég ađ vita ađ skreytingameistari bankans hafi valiđ tískuţema ársins, svart.  Svo jóló eitthvađ.  Ţađ sem fćr mig til ađ krimta af Ţórđargleđi er tilhugsunin um alla jólatískunördanna sem sitja uppi međ viđbrennda jólaskrautiđ sitt síđan í fyrra, lalalala.

 Jólakjólarnir verđa svartir í ár.  Brunarústir ţar, en ţađ er í lagi.  Ef einhver ćtlar ađ segja ykkur annađ um kjólana sko, ekki hlusta, hér er ţađ ég sem legg línurnar.

Gleđilega hátíđ.

Úje


mbl.is Leitađ ađ jólaskrauti afa og ömmu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ég er hógvćr, mjög, mjög hógvćr

1 

Ég mun halda ţessum eiginleika, sem ég greinilega ţjáist af, á lofti fyrir alla sem vilja vita (mömmu og pabba, eiginmann, systur, dćtur skábörn og vinkonur). 

Ég á mér draum, fyrir utan ađ vilja bjarga heiminum, koma á fullu jafnrétti, sjá alla mér tengda ásamt mannkyninu í heild, eiga farsćla og góđa ćvi, ađ VG komist í stjórn á hverju krummaskuđi á Íslandi,og í auđvitađ í ríkisstjórn, en hann er í stuttu máli svona:

Mig langar til ađ eiga heima í timburhúsi á tveimur hćđum, međ litlum garđi og mörgum trjám.  Húsiđ á ađ vera gamalt í gróinni götu í Vesturbćnum.  End of dream.  Ţessi draumur er ekki ađ trufla mig neitt, mér líđur ágćtlega heima hjá mér og á svo sannarlega ekkert bágt.  Svo fór ég ađ hugsa ţegar ég sá ţessa "frétt" á visir.is (sem ég auđvitađ stal) ađ kannski ćtti ég ađ stefna hćrra?  Óska mér e.t.v. stćrra húss, ef óskin myndi taka upp á ţví ađ smella.

Sjáiđ:

"Dreymi ţig um ađ geta horft á kvöldfréttirnar í heitapottinum viđ róandi snark í arineldi ţá er tćkifćri til ţess núna. Eigirđu 180 milljónir á lausu eđa sért í góđu sambandi viđ bankann ţinn geturđu nú fjárfest í 500 fermetra höll Kópavoginum.

Verktakinn Ţorgeir Björgvinsson og Klara Guđrún Hafsteinsdóttir hundarćktandi settu nýlega á sölu stórglćsilegt einbýlishús sitt viđ Asparhvarf í Kópavogi.

Húsiđ er 501 fermetri og skiptist í 410 fermetra íbúđ, 31 fermetra bílskúr og sextíu fermetra hesthús fyrir átta hesta.

Sérhannađar innréttingar eru í allri íbúđinni og eru eldhúinnréttingar og sólbekkir búnir svörtum granítplötum. Afar veglegt kolsvart borđstofuborđ úr graníti prýđir borđkrókinn, og fylgir ţađ húsinu, enda ekkert grín ađ flytja mörg hundruđ kílóa granítplötur langar vegalengdir.

Afar fullkomiđ gólfhitakerfi er í öllu húsinu. Ţá er raflkerfi hússins mjög vandađ og mikiđ af innbyggđri lýsingu frá Lumex. Náttúruflísar eru á öllum gólfum hússins nema í hesthúsi. Ekki vćsir um ferfćtlingana heldur, en gólf hesthússins er lagt steindúk og básarnir steyptir međ grindum úr ryđfríu stáli.

Og ţar sem líklega er ekki gaman ađ ţrífa fimm hundruđ fermetra hús, en ţađ er í ţađ minnsta gert öllu bćrilegra međ innbyggđum ryksugubörkum í veggjum allra herbergja.

Viđar Marínósson, fasteignasali hjá Remax, segir ađ húsiđ sé eitt ţađ glćsilegasta á höfuđborgarsvćđinu og ađ verđmiđinn sé í raun ekki svo fjarri byggingakostnađi. Ţannig hafi bara hljóđ og sjónvarpskerfiđ kostađ um tíu milljónir króna. Ţađ er frá Bang og Olufsen, afar fullkomiđ, og er hćgt ađ stýra ţví međ fjarstýringu frá flestum herbergjum hússins. "

Ţađ má segja ađ ţörf manneskjunnar fyrir rými sé ćđi misjöfn, er ţađ ekki?

Ţađ sló mig ţetta međ 501 fermeterinn.  Hvar skyldi ţessi eini hafa lent?

Ójá.


Bćjarstjórn Akureyrar í stöđugu stríđi?

Ég fylgist ekki náiđ međ bćjarmálum á Akureyri, nema reyndar ţegar um ţau er fjallađ í fjölmiđlum og hér á blogginu.

Mér finnst reyndar ađ bćjarstjórinn, Sigrún Björk Jakobsdóttir, ţurfi ađ halda uppi stöđugum vörnum fyrir vonda gjörninga.

Síđustu tveir,

Búđin sem ţeir ćtluđu ađ flytja međ valdi, af ţví hún var fyrir ţeim.  Ađ í gildi var lóđasamningur, virtist ekki vera mikiđ mál.

Hćkkun foreldrahluta í greiđslum til dagmćđra.  Hvađ á ţađ ađ ţýđa ađ veita fríđindi og rífa ţau síđan af aftur og bera viđ peningaleysi?  Er ekki hćgt ađ spara annarsstađar í bćjarmálunum?

Mér finnst vera smá valdníđslu bragur á ţessu, hlutir keyrđir áfram, án tillits til hvort ţeir eru löglegir og siđlausir.

Einhver? Akureyri?

Er ţetta ekki nokkurn veginn svona í laginu?

Ójá.


mbl.is Ásökunum verslunareiganda mótmćlt af Akureyrarbć
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Enn ein rannsóknin um "selvfölgeligheder"

Ég hefđi getađ látiđ ţessum mömmun í Sviss, ţessar upplýsingar í té, gagn vćgu gjaldi.  Ţ.e. ađ hrađi sé talinn til marks um karlmennsku.  Halló!

Sé ţá fyrir mér grafalvarlega ađ rannsaka ţetta:

"Ţegar ţátttakendur fengu ađ heyra „karlmannleg“ orđ eins og „vöđvar“ eđa „skegg“í útvarpinu í akstursherminum juku ţeir hrađann. Ţegar ţeir aftur á móti heyrđu „kvenleg“ orđ eins og „varalitur“ eđa „bleikt“ óku ţeir um tveim km hćgar. Niđurstöđurnar voru svipađar er ţeir heyrđu hlutlaus orđ eins og borđ og stóll."

Ég legg til ađ ţađ verđi skylduhlustun á lagiđ "I´m a Barby girl" í öllum bifreiđum landsins, ţegar  ungir karlmenn eru úti ađ aka. 

Ţađ ćtti ađ minnka hrađaakstur og gera stákana meyra og slaka.

Ţá verđur nú gaman ađ vera kona í umferđinni.

"Hrađi, hrađi, Gunnsteinn gr..." hvađ?Blush

Ójá.


mbl.is Hrađi er karlmennskutákn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Narsisismi Egils?

Túlkun Spaugstofunnar á Agli og ismunum hans verđur tćpast sögđ falleg en hún er frábćr og hittir naglann á höfuđiđ.

Ég hef sjálf bloggađ um Kiljuna og ismataliđ í stjórnanda ţáttarins, sem hefur fengiđ mig til ađ efast um ađ ţátturinn sé fyrir venjulegt fólk, frekar fyrir lokađa klíku bókmenntafrćđinga og ađra listaelítufrömuđi.

"Krúttismi" Spaugstofunnar í ţessu máli er pjúra "húmorismi".

Viđbrögđ Egils viđ gríninu er auđvitađ klár "húmanismi", ţví hann ćtlar ekki ađ "súa" Spaugstofuna og fara í fýlu.

Egill er ţví ţungt haldinn af "liberalisma" eđa ţá af "narsisisma" sem sumir kalla "doriangreyisma" og elska hreinlega ađ láta fjalla um sig.

 Vó, ćtlar enginn ađ bjóđa mér í ţáttinn.

Ég ćti talađ um "alkahólisma"..

..eđa "feminisma"..

Ćtli nú ţađ.

Farin ađ lesa.

Úje

 

 


mbl.is Mjög falleg túlkun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 2972469

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2018
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband